Áhrif
Kannabisreykingar geta því valdið flestum þeim sjúkdómum, sem tengdir eru tóbaksreykingum, svo sem lungnasjúkdómum, krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Kannabisreykurinn er að því leyti varasamri en tóbaksreykurinn að hann inniheldur að minnsta kosti þrefalt meira magn af þeim efnum, sem talin eru skaðlegust í tóbaksreyk.
Þekking manna á heilsutjóni af völdum kannabisreykinga byggist að miklu leyti á rannsóknum á fólki sem reykt hefur kannabis um lengri eða skemmri tíma. Kannabisneysla tengist oft notkun annarra vímuefna og ýmiss konar óheilbrigðum lífsstíl.
Áhrif:
Verkun á miðtaugakerfi:
Kannabis veldur slæðingu á miðtaugakerfinu og skertri samhæfingu hreyfinga, sem dregur úr hæfni manna til þess að leysa af hendi vandasöm verkefni, eins og til dæmis að keyra bíl. Rangskynjanir koma fyrir og gerir það að verkum að einbeiting og túlkun atburðarásar ruglast. Skammtímaminni hrakar og námsgeta skerðist af þeim sökum. Við mikla kannabisneyslu getur komið fram geðveikikennt ástand, sem einkennist af rugli, ofskynjunum og ranghugmyndum. Þetta ástand getur varað dögum saman en gengur oftast til baka á innan við viku frá því að neyslu efnisins var hætt. Ekki hefur verið skorið úr um með vissu hvort kannabisneysla hafi varanleg áhrif á miðtaugakerfið þegar til langs tíma er litið. Persónuleikaraskanir eru algengari hjá þeim sem hafa reykt kannabis lengi en hjá hinum, sem hafa ekki gert það.
Verkun á hjarta- og æðakerfi:
Kannabis eykur hjartslátt í allt að 160 slög á mínútu og hækkar blóðþrýsting. Þetta getur verið óheppilegt fyrir þá sem haldnir eru hjartaveilu eða háum blóðþrýstingi.
Verkun á öndunarfæri:
Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem reykja kannabis þurfa oftar en aðrir að leita sér læknishjálpar vegna sýkinga og annarra sjúkdóma í öndunarfærum.
Verkun á ónæmiskerfið:
THC eða Tetrahýdrókannabínól er virka efnið í kannabis og veldur það bælingu á ónæmiskerfið. Þetta gæti dregið úr viðnámsþrótti kannabisneytenda gegn sýkingum.
Verkun á kynkirtla:
Rannsóknir hafa sýnt að kannabisneysla veldur truflunum á starfsemi kynkirtla, einkum í karlmönnum. Þannig dregur hún mjög úr framleiðslu testósteróns. Í dýratilraunum hefur komið í ljós að tetrahýdrókannabínól veldur rýrnun á eggjastokkum og eggjaleiðurum og getur valdið drepi í eggbúsfrumum.
Verkun á fóstur og afkvæmi:
Börn kvenna sem reykja kannabis á meðgöngu eru minni og léttari en önnur og í ljós hefur komið að þeim er einnig hættara við að fá hvítblæði.
Krabbamein:
Rannsóknir á kannabisneytendum sýna að þeim er hættara en öðrum við krabbameinum í munni, kjálka, tungu og lungum.
Geðveiki:
Við mikla notkun getur komið fram geðveikiskennd ástand, sem einkennist af rugli, ofskynjunum og ranghugmyndum. þetta ástand getur varðar dögum saman en gengur oftast til baka innan við viku eftir að neysla efnisins er stopp. Þeir sem reykja kannabis virðast vera sex sinnum líklegri til þess að fá geðklofa heldur en aðrir.