top of page

Viðtal við Heiðar Hinriksson Lögregluþjón

Er mikið um kannabismál á Íslandi/Vestmannaeyjum?

Finnst þér að það ætti að lögleiða kannabis á Íslandi?

Nei, algjörlega á móti því vegna þess að kannabis er mjög skaðlegt efni fyrir fólk og hefur mikil áhrif á það til hins verra. Það hefur einnig mikinn áhrif á þroska, heila, og síðan eru of margir kvillar sem fylgja því. Svo er ekkert sem segir frá því að kannabis lækni eitt eða neitt, aftur á móti hefur verið sannað að kannabis hefur slegið á einkenni á einhverjum ákveðnum sjúkdómum, og veiku fólki líður aðeins betur af því, en kannabis læknar ekkert því fólkið fær þessar aukaverkanir sem eru persónuleika breytingar.

 

Hvað finnst þér um að fíkniefni hafa verið lögleidd í Portúgal?

Ég hef ennþá trú á fólki og ég þykist vita að það er fullt að fólki á landinu sem er ekki að nota kannabis af því að það er bannað, og ef það væri löglegt þá myndu miklu fleiri nota það. Álagið á heilbrigðiskerfinu yrði meira, því löglegt kannabis er ekkert öðruvísi en ólöglegt kannabis, þetta gerir alveg sama skaða. Fíklar eiga kannski meira heima hjá heilbrigðiskerfinu en spurningin er kannski hvort við megum breyta hvernig við tæklum þá sem er í þessu og finna einhverja aðferð sem dregur úr skaðaminnkun. Það mætti alveg klárlega gera betur þar, en lögleiðing er ekki rétta leiðin, og líka það að þegar að fólk er undir áhrifum fíkniefna og er orðið háð efnum þá fer allur þeirra peningur í efnin og ef fólki langar í fíkniefni og hefur ekki efni á því þá heldur fólk áfram að brjóta af sér. Ég held að þetta minnki ekki afbrot, fólk heldur áfram að stela til þess að ná sér í pening fyrir efnunum.

 

Hvaða áhrif heldurðu að það myndi hafa á Ísland í heild ef þetta yrði löglegt ?

Eins og ég segi þá held ég að það yrðu fleiri notendur og þá væri meira álag á heilbrigðiskerfinu, bæði á sjúkrahúsum, geðdeildunum og lögreglustöðvum landsins. Það eru ótrúlega margir sem eru í neyslu sem enda á geðdeildum.

bottom of page