top of page

Hvað er kannabis?

Þegar talað er um kannabisefni er átt við þær afurðir kannabisplöntunnar  sem innihalda vímuefni. Helstu afurðirnar sem þekktar eru á vímuefnamörkuðum vesturlanda eru marijúana, hass og hassolía.

Kannabisefni eru þó ekki hrein efni því þau innihalda meira en 400 önnur efni auk þess sem yfir 2000 efnasambönd myndast og fara inn í líkamann í hverjum skammti sem efnið er reykt.

Marijúana er græn, brún eða grá blanda af þurrkuðum laufblöðum, stönglum, fræjum og blómum kannabisplöntunnar. Ódýrasta afbrigðið er unnið úr efsta hluta villtra kannabisplantna, en mikið af því marijúana sem neytt er á markaðnum er af þessari gerð. Hægt er að fá mun sterkara marijúana með því að skera ofan af sérstaklega völdum og ræktuðum plöntum, helst kvenplöntum.

bottom of page