Vilja lögleiða kannabis á Íslandi
En ef við leyfum framleiðslu, sölu og neyslu á kannabisefnum á Íslandi, hvernig ættu lögin að vera?
Pawel Bartozek, þingmaður Viðreisnar, lagði fram frumvarp sem felur í sér að reglur verði settar um framleiðslu, sölu og meðferð á kannabisefnum og neyslan leyfð.
Með honum í frumvarpinu er Sigrún Ingibjörg Gísladóttir frá Viðreisn ásamt tveimur þingmönnum Pírata, Gunnari Hrafni Jónssyni og Jóni Þóri Ólafssyni.
Í meginpunktum frumvarpsins kemur fram að:
-
Aldursmörk verða 20 ár.
-
Smásala heimil í sérstökum verslunum.
-
Veitingasala heimil í sérstökum kannabisveitingastöðum, sem t.d. mega ekki selja áfengi
-
Efnið selt í gráum umbúðum með einfaldri áletrun þar sem kemur fram nafn framleiðanda og vöruheiti og tegund vöru, nánari innihaldslýsing og viðvörun um skaðsemi
-
Algert auglýsingabann.
-
Kannabisgjald, áþekkt áfengisgjaldi. Upphæðin verður 2000 kr. á hvert gram af virka efninu THC.