top of page

Niðurstöður

Þó svo að þessi breyting hafi gefist vel í Portúgal er ekki þar með sagt að slík breyting myndi virka hér á landi. Það er of mikill munur á bæði fólksfjölda og menningu að ætla svo. Hins vegar sýnir þetta svart á hvítu að það er ekki fylgni milli þess á milli að afnema refsingar við fíkniefnanotkun og að fíklum, lögbrotum þeim tengdum eða alnæmissmitun fjölgi. Niðurstaðan okkar er þannig að við ættum ekki  að lögleiða kannabis á Íslandi af því að við höldum að ef það verður löglegt fara fleiri að nota efnið og þegar fleiri fara að nota efnið þurfa fleiri læknishjálp. Því áhrifin á ólöglegu kannabisi eru ekkert öðruvísi en hjá löglegu kannabisi. Það verður meira að gera á öllum sjúkrahúsum, geðdeildum og lögreglustöðvum. Það mætti segja að það yrði miklu meira álag á heilbrigðiskerfinu en er núna. Persónuleiki fólks breytist.  Það dregur úr hæfni manna til þess að leysa úr vandasömum verkefnum, fólk hættir að gefa metnað í vinnunni og námsgeta skerðist. Fólk fer að forgangraða vitlaust. Það sem Ísland þarf að laga er hvernig við tökumst á við vandann og hvernig við vinnum úr vandanum. Hjálpa fíklum að ná tökum á fíkninni með læknishjálp. Fíklar eiga meira heima hjá heilbrigðiskerfinu. Það mætti alveg klárlega gera betur þar, en lögleiðing er ekki rétta leiðin.

bottom of page