Niðurstöður úr könnun
Við fengum um það bil 315 marktæk svör við könnuninni okkar. Það voru 250 konur, 59 karlar og 6 sem skilgreindu sig sem annað. Flestir voru á aldrinum 16-22 ára sem tóku þátt eða um 48% en það voru 30 ára og eldri um 27%. Svo voru það yngri en 16 ára sem voru um 15%, 23-30 ára sem voru lang fæstir eða um 8%. Það voru 82,3% sem sögðust ekki hafa prufað kannabis og 17,7% sem sögðust hafa prufað það. Það var ekki mikið af fólki sem tóku könnuninna sem vildu láta lögleiða kannabis en það var um 14% en aftur á móti voru um 50% sem vildu ekki láta lögleiða það. Svo voru einnig um 34% sem höfðu ekki skoðun á þessu máli.
Flestir sem svöruðu voru stelpur á aldrinum 16-22 ára sem segjast ekki hafa prufað kannabis, sem hafa ekki verið á lyfjum við andlegum sjúkdómum og hafa ekki skoðun á því hvort það eigi að lögleiða það.
Við skoðuðum einnig hvort það væru einhver tengsl milli kannabis efna og andlegra sjúkdóma í könnuninni. Og það voru 56 manns sem svöruðu því játandi að hafa prufað kannabis og 22 af þeim svöruðu einnig játandi við því að vera eða hafa verið á lyfjum við andlegum sjúkdómum.
Dæmi um svör hjá þeim sem vilja lögleiða kannabis á Íslandi:
„Því bjór er miklu hættulegra en kannabis“
„Því það hefur enginn dáið úr því en úr alkóhóli deyja margir úr því en samt er það leyfilegt og kannabis getur hjálpað fólki a margan hátt“
„Því það er skaðlaust. Gegn því að sett séu lög og reglur í kringum lögleiðinguna.
til lækninga“
„Því að það hefur færri neikvæð áhrif heldur en alkahól, og það getur hjálpað fólki sem að er með verki og fleira“
„Ef áfengi er löglegt ætti kannabis að vera löglegt. Minna skaplegt enn áfengi.“
„Ekki jafn skaðlegt og margt annað sem er leyfilegt, getur hjálpað með allskonar kvilla.“
„Það hjálpar manni að líða vel“
„Ef það hjálpar þér við líðan eða einhvað svoleiðis þá ætti það að vera loglegt“
„Einungis til lækninga.“
„Því fólk þarf á því að halda“
„Ef fólk vill reykja má það reykja (staðfest)“
Dæmi um svör hjá þeim sem vilja ekki lögleiða kannabis á Íslandi:
„Hætta a andlegum og líkamlegum sjúkdómum“
„Ávanabindandi“
„Það getur valdið óafturkræfum skaða á heila“
„Það getur haft vond áhrif á alla“
„Því þetta er skaðlegt efni“
„Það er ógeð“
„Getur leitt til alvarlegra geðsjúkdóma“
„Af því það er skaðlegt“
„Það er alveg ljóst að þetta efni breytir einstaklingum. Getur ýtt undir neyslu sterkari efna og aukið líkur á ýmsum geðsjúkdómum“
„Tel að það muni skaða enn fleiri heldur en er nú þegar.“
.